Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Sturla GK 12  bætist í flotann á Suðurnesjum
Mánudagur 16. ágúst 2004 kl. 16:01

Sturla GK 12 bætist í flotann á Suðurnesjum

Þorbjörn Fiskanes frá Grindavík hefur bætt línuskipinu Sturlu GK 12 í flota sinn og munu þeir byrja að róa á næstunni. Skipið, sem hét áður Guðmundur VE, var nótaskip en gekkst undir umtalsverðar breytingar í Póllandi þar sem m.a. var sett upp línu- og beitingavél frá Mustad.

Breytingar voru hannaðar af Skipa og Vélatækni hf. en í þeim fólst einnig breytingar á lestum auk þess sem skipið var sandblásið og málað.

Sturla GK mun, eins og fyrr sagði, hefja línuveiðar á næstunni og eins og önnur línuskip félagsins afla hráefnis fyrir landvinnslu.

Skipstjóri á skipinu er Sigurbjörn Guðmundsson og yfirvélstjóri Gunnbjörn Guðmundsson.

Mynd af heimasíðu Þorbjarnar Fiskaness
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25