Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stunginn með flösku í Grindavík
Miðvikudagur 6. júní 2012 kl. 13:20

Stunginn með flösku í Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tveir tæplega tvítugir karlmenn voru handteknir á hátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík um síðustu helgi, grunaðir um stórfelldar líkamsárásir í tveimur aðskildum málum. Annar þeirra var staðinn að því að berja mann á sextugsaldri með flösku. Í hinu tilvikinu stakk hinn meinti árásarmaður átján ára pilt nokkrum sinnum í handlegginn með brotinni glerflösku. Gerendurnir voru báðir fluttir á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af þeim og var þeim sleppt að því loknu.