Stungið af frá árekstri.
Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar í Keflavík. Annar aðilinn stakk af frá árekstrinum, líklega er um að ræða gráa eða hvíta fólksbifreið sem gæti verið talsvert skemmd á hægri hlið og afturhorni.
Þá stöðvaði lögreglan í Keflavík tvo ökumenn í gær fyrir of hraðan akstur en þeir voru á tæplega 120 km hraða þar sem leyfður hámarksharði er 90 km. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur.
Þá stöðvaði lögreglan í Keflavík tvo ökumenn í gær fyrir of hraðan akstur en þeir voru á tæplega 120 km hraða þar sem leyfður hámarksharði er 90 km. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur.