Stungið á hjólbarða við Hamragarð
Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að stungið hafi verið á hjólbarða á tveimur bifreiðum við Hamragarði Keflavík. Að sögn tilkynnanda er víst að skemmdarverkið hafi átt sér stað milli kl. 19:00 - 20:55 í gær. Stungið var á vinstri framhjólbarða á jeppabifreið og vinstri fram- og afturhjólbarða á sendibifreið. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið vinsamlega látið lögregluna vita.
Myndin er úr safni og tengist málinu ekki