Stundaði atvinnu á fölsuðum skilríkjum
Erlendur karlmaður var í vikunni settur í tilkynningaskyldu eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði af honum afskipti sem leiddu til þess að upp komst um að hann dvaldi hér á landi og stundaði atvinnu á fölsuðum skilríkjum.
Maðurinn framvísaði við lögreglu grísku kennivottorði og ökuskírteini sem hvoru tveggja reyndust vera grunnfalsað. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar neitaði hann að gefa upp raunverulegt nafn eða að framvísa gildum skilríkjum.
Auk skjalafalsins er honum meðal annars gefið að sök brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og dvöl í landinu án dvalarleyfis.
Maðurinn framvísaði við lögreglu grísku kennivottorði og ökuskírteini sem hvoru tveggja reyndust vera grunnfalsað. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar neitaði hann að gefa upp raunverulegt nafn eða að framvísa gildum skilríkjum.
Auk skjalafalsins er honum meðal annars gefið að sök brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og dvöl í landinu án dvalarleyfis.
Hann skal tilkynna sig á lögreglustöð næstu átta vikurnar meðan mál hans er til meðferðar.