Mánudagur 12. júní 2006 kl. 09:25
Stúlka varð fyrir bíl
Sjö ára stúlka varð í gær fyrir bíl á Vesturgötu í Keflavík þegar hún hjólaði út á götuna. Stúlkan var flutt á sjúkrahús, en meiðsl hennar voru talin minniháttar, að sögn lögreglu, en stúlkan var með reiðhjólahjálm.