Stúlka fyrsta barn ársins
Fyrsta barn ársins 2016 fæddist þann 2. janúar klukkan 18:25 á Heilsugæslu Suðurnesja en þá fæddist stúlkubarn foreldrunum Jónu Maríu Jónsdóttur og Sigurgeiri Rúnari Jóhannssyni í Reykjanesbæ. Fæðingin gekk vel og heilsast móður og barni mjög vel. Þetta er þriðja barn þeirra Jónu og Sigurgeirs en stúlkan hefur ekki verið nefnd ennþá. Stúlkan var 3615 gr. og 51,4 cm.
Annað barn ársins var einnig stúlka en sú fæddist þann 6. janúar um morguninn. Á fæðingadeildinni tala þær um að nú sé stúlkuár en það er auðvitað eftir að koma í ljós.