Stúlka fædd á nýársdag fyrsta barn ársins
Fyrsta barn ársins á ljósmæðravaktinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var stúlka sem fæddist kl. 11:54 á nýársdag, 1. janúar 2024. Foreldrar stúlkunnar eru Kristín Helga G. Arnardóttir og Ingimundur Aron Guðnason. Stúlkan er fyrsta barn foreldranna.
Ljósmæður sem voru viðstaddar fæðinguna voru Rut Vestmann og Katrín Helga Steinþórsdóttir og lýsa henni sem yndislegri vatnsfæðingu.
Stúlkan sem fæddist á Heilbrigiðsstofnun Suðurnesja var svo sem ekki langt frá því að vera fyrsta barn ársins á landinu. Það fæddist á Landspítala kl. 09:12 eða tæpum þremur stundum fyrr.
Þó nokkuð annríki hefur verið á ljósmæðravaktinni frá því um jól og nýja árið fer vel af stað, að sögn ljósmóður sem Víkurfréttir ræddu við.