Stuðningur við óbreytt krókakerfi
Afar fjörugur borgarafundur var haldinn á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði í gærkvöldi og var fundarefnið málefni krókabáta og boðaðar breytingar á lögum um veiðar þessa bátaflokks sem koma eiga til framkvæmda 1. september nk.
Það var Reykjanes, félag smábátaeigenda á Reykjanesi, sem gekkst fyrir fundinum og voru frummælendur frá öllum stjórnmálaflokkum. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:
,,Fundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að afnema ákvæði laga um krókabáta sem koma eiga til framkvæmda 1. september n.k. Komi tilvitnuð lagaákvæði til framkvæmda er ekki aðeins verið að þverbrjóta það samkomulag sem gert var við smábátaeigendur árið 1996, heldur er einnig verið að ganga í algjört berhögg við öll yfirlýst markmið fiskveiðistjórnunarlaganna. Er þá ótalið allt sem sagt hefur verið um nauðsyn þess að ná sátt um þessi mál. Það rekstrarumhverfi sem skapaðist með tilkomu krókakerfanna hefur gert að verkum að fjölmörg einstaklings- og fjölskyldufyrirtæki hafa sprottið upp og víða hafa hinar smærri strandbyggðir byrjað að rísa á ný, eftir langt tímabil hnignunar. Þessa þróun má rekja beint til þess að stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leita sátta við smábátaeigendur. Í því ljósi hófu þeir að skipuleggja framtíð og fjárfestingar. Framkvæmd laganna mun í einni svipan stöðva þessa framvindu og gera vonir þær og væntingar sem eflst hafa síðustu misserin að engu. Fundurinn brýnir því stjórnvöld til verka. Öflug smábátaútgerð er einn helsti lykill að aukinni sátt um fyrirkomulag fiskveiðanna ásamt því að gegna fjölþættu hlutverki í atvinnu- félags- og efnahagslífi þjóðarinnar. Það hlutverk ber stjórnvöldum að hafa í öndvegi.”
Það var Reykjanes, félag smábátaeigenda á Reykjanesi, sem gekkst fyrir fundinum og voru frummælendur frá öllum stjórnmálaflokkum. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:
,,Fundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að afnema ákvæði laga um krókabáta sem koma eiga til framkvæmda 1. september n.k. Komi tilvitnuð lagaákvæði til framkvæmda er ekki aðeins verið að þverbrjóta það samkomulag sem gert var við smábátaeigendur árið 1996, heldur er einnig verið að ganga í algjört berhögg við öll yfirlýst markmið fiskveiðistjórnunarlaganna. Er þá ótalið allt sem sagt hefur verið um nauðsyn þess að ná sátt um þessi mál. Það rekstrarumhverfi sem skapaðist með tilkomu krókakerfanna hefur gert að verkum að fjölmörg einstaklings- og fjölskyldufyrirtæki hafa sprottið upp og víða hafa hinar smærri strandbyggðir byrjað að rísa á ný, eftir langt tímabil hnignunar. Þessa þróun má rekja beint til þess að stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leita sátta við smábátaeigendur. Í því ljósi hófu þeir að skipuleggja framtíð og fjárfestingar. Framkvæmd laganna mun í einni svipan stöðva þessa framvindu og gera vonir þær og væntingar sem eflst hafa síðustu misserin að engu. Fundurinn brýnir því stjórnvöld til verka. Öflug smábátaútgerð er einn helsti lykill að aukinni sátt um fyrirkomulag fiskveiðanna ásamt því að gegna fjölþættu hlutverki í atvinnu- félags- og efnahagslífi þjóðarinnar. Það hlutverk ber stjórnvöldum að hafa í öndvegi.”