Stuðningur við björgunarsveitirnar mikilvægur
Ein mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar er nú hafin. Flugeldasala hefur verið aðal burðarstoð undir fjárhag björgunarsveita landsins síðustu 4 áratugi. Þetta skiptir ekki bara björgunarsveitir landsins máli heldur þjóðina alla, þar sem að björgunarsveitirnar gegna lykilhlutverki í öryggis- og neyðarskipulagi landsins. Björgunarsveitin Suðurnes er með tvo sölustaði í Reykjanesbæ. Annar er að Holtsgötu 51 í Njarðvík en hinn að Hafnargötu 13 í Keflavík.Það fé sem aflast með flugeldasölu björgunarsveitanna rennur óskipt til uppbyggingar björgunarsveitarinnar, enda er öll vinna við fjáraflanir unnin í sjálfboðavinnu. En það er ekki eina vinnan sem unnin er í sjálfboðavinnu, því allt starf björgunarsveita landsins er unnin í sjálfboðavinnu, jafnt æfingar sem aðgerðir.
Sérstakur tilboðsdagur er í dag hjá Björgunarsveitinni Suðurnes þar sem eru stjörnuljósatilboð og kökutilboð. Þá verður námskeið í meðferð risatertna haldið 30. desember kl. 18:00. Farið verður yfir öryggismál varðandi þessa kraftmiklu skotelda bæði varðandi geymslu, skot og frágang eftir notkun - allir velkomnir. Námskeiðið er haldið að Holtsgötu 51, björgunarsveitarhúsinu í Njarðvík.
Sérstakur tilboðsdagur er í dag hjá Björgunarsveitinni Suðurnes þar sem eru stjörnuljósatilboð og kökutilboð. Þá verður námskeið í meðferð risatertna haldið 30. desember kl. 18:00. Farið verður yfir öryggismál varðandi þessa kraftmiklu skotelda bæði varðandi geymslu, skot og frágang eftir notkun - allir velkomnir. Námskeiðið er haldið að Holtsgötu 51, björgunarsveitarhúsinu í Njarðvík.