Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. janúar 2002 kl. 15:55

Stuðningsfulltrúar útskrifaðir hjá MSS

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í samvinnu við Borgarholtsskóla í Kópavogi,
útskrifaði í dag 17 stuðningsfulltrúa á Suðurnesjum, sem hafa lokið sérstöku námi til að starfa sem aðstoðamenn kennara í kennslustofum. Konurnar sem útskrifuðust í dag eru á öllum aldri en þær hafa sótt 182 kennslustunda námskeið sem hófst á haustönn 1999 og lauk með útskriftinni í dag.
Skúli Thoroddsen sagði við útskriftina að þetta væri merkilegur áfangi fyrir þær námskonur sem nú útskrifuðust, en ekki síður mikilvægur áfangi fyrir Miðstöð símenntunnar á Suðurnesjum. Hann sagði kennara hópsins vera mjög ánægða með dugnað og áhuga kvennanna á náminu, sem ætti eftir að skila sér út í hið almenna skólastarf á Suðurnesjum þar sem þær vinna. Brottfall var lítið úr náminu, tuttugu konur byrjuðu fyrir rúmum tveim árum, en 17 útskrifuðust í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024