Stúdentaíbúðir aftur til sýnis á fimmtudaginn
Til að svara mikilli eftirspurn munu íbúðir á Keflavíkurflugvelli, sem boðnar eru sem nemendaíbúðir fyrir háskólanemendur á suð-vesturhorninu, verða til sýnis fyrir væntanlega leigendur fimmtudaginn 31. maí nk. kl. 13:00 til 16:00.
Þegar íbúðirnar voru síðast til sýnis komu um 15.000 manns á Keflavíkurflugvöll. Keilis-menn eiga ekki von á sama fjölda nú og búast frekar við námsmönnum sem ætla sér að vera væntanlegir leigendur íbúða í háskólasamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Íbúðirnar sem í boði eru á Keflavíkurflugvelli eru án efa glæsilegustu nemendaíbúðir á landinu og þó víðar væri leitað, enda um að ræða rúmgott húsnæði, sem margt hefur nýlega verið endurbætt fyrir milljarða króna.
Mynd: Frá kynningu á íbúðum í nýju háskólasamfélagi á Keflavíkurflugvelli á dögunum. VF-mynd: Þorgils Jónsson
Þegar íbúðirnar voru síðast til sýnis komu um 15.000 manns á Keflavíkurflugvöll. Keilis-menn eiga ekki von á sama fjölda nú og búast frekar við námsmönnum sem ætla sér að vera væntanlegir leigendur íbúða í háskólasamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Íbúðirnar sem í boði eru á Keflavíkurflugvelli eru án efa glæsilegustu nemendaíbúðir á landinu og þó víðar væri leitað, enda um að ræða rúmgott húsnæði, sem margt hefur nýlega verið endurbætt fyrir milljarða króna.
Mynd: Frá kynningu á íbúðum í nýju háskólasamfélagi á Keflavíkurflugvelli á dögunum. VF-mynd: Þorgils Jónsson