Straumur á handverkssýninguna í Keflavík
Um 1100 manns sóttu handverkssýninguna í íþróttahúsi Keflavíkur í gærdag. Sýningin er einnig opin í dag til kl. 18:00. Á sýningunni er fjölmargt áhugavert að sjá.Það var hins vegar samdóma álit hjá sýnendum sem Víkurfréttir ræddu við að sala væri minni en t.d. á sambærilegum markaði sem haldinn er að Hrafnagili við Eyjafjörð.