Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Strandveiðar stangveiðimanna óplægður akur
Föstudagur 14. ágúst 2009 kl. 10:46

Strandveiðar stangveiðimanna óplægður akur

Miklir möguleikar eru í ferðaþjónustu á Suðurnesjum í tengslum við strandveiðar stangveiðimanna en verkefnið var kynnt í Garðinum í gær af Þorsteini Geirssyni ráðgjafa. Í dag er talið að um 25 milljónir manna í Evrópu og 40 í Bandaríkjunum stundi strandveiðar en þessi íþrótt hefur lítið verið stunduð á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um 50 manns mættu á kynningarfundinn en verkefnið hefur verið unnið af Sveitarfélaginu Garði ásamt Þorsteini. Útflutningsráð hefur sýnt málinu áhuga, auk þess sem stórir aðilar í ferðaþjónustu vilja hefja kynningu á þessum möguleikum á Íslandi.

Suðurnes í heild sinni hefur upp á að bjóða allt það besta sem Ísland hefur að bjóða og t.a.m. um 300 km langa strandlengju þar sem víða séu góðir veiðistaðir. Hins vegar er lítil sem engin þjónusta við strandveiðimenn á Íslandi en landið hefur sérstöðu sem gæti freistað strandveiðimanna. Þar má nefna góða veiði, fjölbreytta náttúru, strandlengjuna og nálægð við alþjóðlega markaði.

Strandlengja Íslands er vannýtt auðlind en mestur hluti tekna af strandveiðimönnum skapast vegna þjónustu. Strandveiðimenn ferðast mikið saman í hópum og veiða á ströndum Norður-Evrópu. Þannig hefur það verið skilgreint að markhópurinn „strandveiðimenn" er mun stærri en lax og silungsveiðimenn.


Eftirtaldir voru kosnir í undirbúningsnefnd:
                Þorsteinn Geirsson höfundur skýrslunnar og veiðimaður
                Einar Steinþórsson framkvæmdastjóri Kynnisferða
                Þorsteinn Gunnarsson Grindavík
                Gunnar Ellert Geirsson Reykjanesbæ
                Ingimar Sumarliðason Sandgerði
                Theodór Guðbergsson Garði
                Arnar Sigurjónsson Garði
                Fulltrúa frá Vogum vantar í hópinn.
Þeir sem hafa áhuga að kynna sér málið geta sent Þorsteini Geirssyni tölvupóst á [email protected]

Myndirnar voru teknar á fundinum í gær. Á myndinni að neðan má sjá undirbúningsnefndina.