Strandhreinsun í Mölvík á miðvikudaginn
Marglyttunar í samstarfi við Bláa herinn hreinsa Mölvík, vestan við Grindavík, miðvikudaginn 21. ágúst frá klukkan 18:00 - 20:00
Marglytturnar munu synda boðsund yfir Ermarsundið í byrjun september til að vekja athygli á plastmengun í hafi og safna um leið áheitum fyrir Bláa herinn sem hefur staðið að strandhreinsunum, hvatningu og vitundarvakningu í 24 ár. Áður en út er haldið munu þær leggja sitt af mörkunum og bjóða þér og þínum með sér í strandhreinsun.
Mölvík er auðveld grýtt þörungafjara stutt frá Grindavík. Frá Grindavík er keyrt vestur Nesveg nr. 425 í átt að Mölvík (Ath keyrt er framhjá afleggjara að Brimkatli, keyrt niður ÞAR næsta afleggjara).
Fólk er hvatt til að klæða sig eftir veðri, koma með vatn (í fjölnota auðvitað), fjölnota poka og fjölnota hanska (við mælum með garðhönskum).
Nánar má lesa um viðburðinn og skrá sig í hann hér.