Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Strandaglópurinn Ivanov fór í Bláa lónið
Þriðjudagur 2. maí 2006 kl. 13:17

Strandaglópurinn Ivanov fór í Bláa lónið

Igor Ivanov, framkvæmdastjóri rússneska þjóðaröryggisráðsins, sem við höfum reyndar kallað varnarmálaráðherra í fréttum okkar, er enn í Keflavík. Hann fór í Bláa lónið í morgun ásamt föruneyti sínu.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins frá rússneska sendiráðinu í Reykjavík þurfti vél Ivanovs að lenda hér af tæknilegum ástæðum og ákvað hann að dvelja hér á landi í nótt.

Ivanov heldur áfram ferð sinni síðar í dag.

Mynd: Igor Ivanov brosti sínu breiðasta ásamt eiginkonu sinni í Keflavík í gærkvöldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024