Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Strandaglópar í óveðri á Keflavíkurflugvelli
Það var margt um manninn í flugstöðinni í kvöld. Allt flug liggur niðri vegna veðurs. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 4. október 2019 kl. 20:16

Strandaglópar í óveðri á Keflavíkurflugvelli

Fjölmargir eru núna strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Óveður geisar nú á flugvellinum og farþegar eru fastir um borð í flugvélum sem lentu síðdegis. Þá er brottfararsalur flugstöðvarinnar fullur af farþegum sem ætluðu erlendis síðdegis.

Ekki er hægt að nota landgöngubrýr þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu eða 50 hnúta. Því er flugvélum nú lagt með nefið upp í vindinn þar sem þær munu standa þar til hægt er að koma þeim í skjól einni af annarri þar sem stigabílar eru notaðir til að koma farþegum frá borði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Inni í flugstöðinni eru svo fjölmargir farþegar sem ætluðu erlendis. Þeir eru ekki innritaðir, heldur er unnið að því að koma þeim í gistingu. Öll gisting næst flugvellinum er uppbókuð og í samtali Víkurfrétta við starfsmann í flugstöðinni þá er jafnvel farið að aka farþegum austur á Hellu í gistingu.

Veðrið á Keflavíkurflugvelli er slæmt. Þar er meðalvindur um 18 metrar á sekúndu og slær í 29 metra í hviðum. Vind hefur örlítið lægt þegar líða tók á kvöldið. Vindurinn var 21 m/s kl. 18 og hviður í dag hafa farið í 31 m/s.



Brottfararsalurinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fullur af fólki sem beið þess að fá ávísanir á gistingu í nótt.



Flugvélum snúið upp í vindinn á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í kvöld.