Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Strandaði innan hafnar í Sandgerði
Miðvikudagur 7. apríl 2004 kl. 14:11

Strandaði innan hafnar í Sandgerði

Fiskibáturinn Esther GK strandaði í höfninni í Sandgerði fyrir hádegið. Báturinn er fastur á sandrifi í miðri höfninni. Björgunarsveitin Sigurvon hefur reynt að draga bátinn á flot, en án árangurs. Engin hætta er talin á ferðum og búist við að báturinn komist á flot um miðjan dag, þegar flæðir að nýju. Mjög lítill sjór er í höfninni eins og sjá má á myndinni og sandrif þurrt langt út í höfnina.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024