Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Strætóferðir um Suðurnesin
Föstudagur 12. desember 2014 kl. 10:16

Strætóferðir um Suðurnesin

- Upplýsingar um leiðir og tímaáætlanir frá og með 5. janúar.

Frá og með 4. janúar 2015 mun Strætó hefja akstur á milli þéttbýliskjarna á Suðurnesjum ásamt akstri til og frá höfuðborgarsvæðisins. Vagnarnir munu keyra til Reykjanesbæjar, Vogaafleggjara, Grindavíkur, Garðs, Sandgerðis og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hægt er að kynna sér tímaáætlanir fyrir allar leiðir á strætó.is.

Farmiðar verða seldir á völdum stöðum í þéttbýliskjörnum á svæðinu. Einnig er hægt að greiða með debet- eða kreditkorti í vögnunum sjálfum. Á strætó.is (undir gjaldskrá) er reiknivél sem hjálpar farþegum að finna út fjölda gjaldsvæða og reiknar út verð miðað við mismunandi greiðsluleiðir. Mismunandi gjaldsvæði eru á Suðurnesjum en sem dæmi má nefna eru 4 gjaldsvæði á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og kostar farið því 1400 kr.
 
Markmið með þjónustunni er að bæta samgöngur íbúa á Suðurnesjum, bæði við höfuðborgarsvæðið og innan Suðurnesja. Nánari upplýsingar er hægt að finna á fyrrgreindri vefsíðu Strætó BS eða hjá þjónustuveri Strætó í síma 540 2700.​
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024