Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Strætó milli Voga og Hafnarfjarðar?
Fimmtudagur 22. september 2005 kl. 11:49

Strætó milli Voga og Hafnarfjarðar?

Sérstaklega áhugavert atriði sem velt er upp í skýrslu ParX um sameiningu Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar er fyrirkomulag almenningssamgangna í sameinuðu sveitarfélagi. Þar sem Hafnarfjörður er þátttakandi í byggðasamlagi um rekstur strætisvagna, er hægt að fara þess á leit við Strætó bs. að fyrirtækið þj´ónusti Voga og Vatnsleysuströnd. Gert er ráð fyrir því að kostnaður við leið sem lægi milli Hafnarfjarðar og Voga, miðað við 13 ferðir á dag, sé um 20 milljónir á ári, en þar sem kostnaðurinn legðist á öll aðildarsveitarfélög í hlutfalli við fólksfjölda yrði kostnaðarauki nýja sveitarfélagins óverulegur. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil betrumbót þetta yrði fyrir þá íbúa sem sækja skóla, vinnu eða þjónustu á höfuðborgarsvæðið.

Myndin er samsett af Víkurfréttum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024