Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Strætó ekki ekið um Iðavelli
Föstudagur 24. október 2014 kl. 07:11

Strætó ekki ekið um Iðavelli

– Mikill tilkostnaður og rask á tímaáætlun.

Akstur upp á Iðavelli verður ekki sem viðbót við núverandi leiðarkerfi í almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Tillaga barst á íbúavef Reykjanesbæjar um að breyta leiðakerfi strætó þannig að það liggi nær Danskompaní sem er staðsett á Smiðjuvöllum 5. Fleiri en 50 aðilar studdu tillöguna.

Breytingin hefur í för með sér mikinn tilkostnað og rask á tímaáætlun. Ekki verður farið í breytingar á leiðarkerfinu að svo stöddu, segir umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar.

Ráðið mælir hins vegar með að tekið verði tillit til tillögunnar við næstu endurskoðun á leiðarkerfi almenningssamgangna. Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni var tekið undir það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024