Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stóru Vogaskóli: Linda Sjöfn ráðin aðstoðarskólastjóri
Þriðjudagur 29. apríl 2008 kl. 15:29

Stóru Vogaskóli: Linda Sjöfn ráðin aðstoðarskólastjóri



Linda Sjöfn Sigurðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Stóru- Vogaskóla næsta skólaár, en hún leysir af Jón Inga Baldvinsson sem fer í námsleyfi. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Linda Sjöfn er grunnskólakennari að mennt og stundar meistaranám í Kennaraháskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún gegnt starfi deildarsjóra miðstigs við Stóru- Vogaskóla, ásamt kennslu.

Tveir umsækjendur voru um stöðu aðstoðarskólastjóra Stóru-Vogaskóla, þau Linda Sjöfn Sigurðardóttir, deildarstjóri í Stóru- Vogaskóla og Ólafur Als, kennari í Odense í Danmörku.

VF-mynd/Þorgils - Frá Stóru Vogaskóla