Stóru skjálftarnir í Skálafellsdyngju
Alls hafa átta jarðskjálftar stærri en 3,0 á Richter orðið á Reykjanesi í morgun. Sá stærsti mældist 4,8 með upptök um 3 km austan við Reykjanestána. Hann vakti flesta Suðurnesjamenn af værum svefni kl. 07:34.
Í kjölfarið hafa fylgt nokkrir minni skjálftar, sá stærsti 3,5 á Richter á svipuðum slóðum. Alls hafa orðið 143 skjálftar á Reykjanesi síðustu tvo sólarhringa.
Stærstu skjálftarnir virðast hafa orðið í Skálafellsdyngju sem síðast gaus fyrir um 14.000 árum síðan.