Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 21:31

STÓRÞJÓFNAÐUR Í KEFLAVÍK ÓUPPLÝSTUR

Brotist var inn í raftækjaverslunina Sónar við Hafnargötu aðfaranótt sl. fimmtudags. Innbrotsþjófarnir fóru inn í verslunina að framanverðu og notuðu kúbein eða stórt skrúfjárn til að spenna upp útihurð. Þegar inn var komið hófust þjófarnir handa við að fjarlægja öll dýrari raftæki verslunarinnar. Þar var stolið vönduðum sjónvörpum, myndbandstækjum, hljómflutningstækjum, símbúnaði og geisladiskum. Að sögn eigenda Sonar voru ódýrari vöruflokkar látnir vera óhreyfðir og því ljóst að þarna voru fagmenn á ferð. Lýst er eftir grunsamlegum mannaferðum við Sonar þessa umræddu nótt. Ljóst er að þýfið var borið út í bíl sem stóð við Hafnargötuna og hugsanlega varð eitthver bílsins var.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024