Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórtækir þjófar
Miðvikudagur 3. febrúar 2010 kl. 16:33

Stórtækir þjófar


Þjófar virðast fremur stórtækir þessi dægrin og varla hægt að tala um neina vasaþjófa í því sambandi. Eins og við greindum frá í dag lýsir lögreglan eftir 30 þúsund tonna vatnstanki sem hvarf í Sandgerði og ekkert hefur spurst til.
Aðfaranótt síðasta laugardags var svo lyftara stolið af plani Skinnfisks í Sandgerði. Hann fannst í gær í iðnaðarhúsnæði þar í bæ.  Þjófurinn hafði náðst á öryggismyndavél sem leiddi starfsmenn Skinnfisks á sporið en þeir grennsluðust sjálfir fyrir um málið og létu síðan lögreglu vita.
---

Mynd - Vatnstankurinn er engin smásmíði en virðist samt hafa horfið sporlaust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024