Stórtækar vinnuvélar hjálpa til við flutning
Það er ekki auðvelt verk að tæma heila saumastofu og þurfti til stórtækar vinnuvélar til verksins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Saumastofan Liljur á Hafnargötu er nú endanlega hætt rekstri eftir 20 ára starf. Þær Dagbjört Magnúsdóttir og Sæunn Guðmundsdóttir hafa staðið saman bakvið búðarborðið og saumavélarnar síðustu tvo áratugi en hafa nú ákveðið að hætta.
Innan tíðar verður hægt að koma við í þessu húsnæði og gæða sér á dýrindis kaffi og meðlæti en uppi eru áform um að opna þarna kaffihús.
Saumastofan Liljur á Hafnargötu er nú endanlega hætt rekstri eftir 20 ára starf. Þær Dagbjört Magnúsdóttir og Sæunn Guðmundsdóttir hafa staðið saman bakvið búðarborðið og saumavélarnar síðustu tvo áratugi en hafa nú ákveðið að hætta.
Innan tíðar verður hægt að koma við í þessu húsnæði og gæða sér á dýrindis kaffi og meðlæti en uppi eru áform um að opna þarna kaffihús.