Stórt gat á viðhaldsskýli Icelandair - myndir
Mikið tjón hefur orðið á Keflavíkurflugvelli þar sem stór gat hefur rifnað á húsgafl viðhaldsskýlis Icelandair. Brak úr skýlinu hefur fokið um stórt svæði. Mikill veðurhamur hefur verið í allan dag og foktjón víða á Suðurnesjum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við viðhaldsskýlið síðdegis. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson