Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 5. júní 2003 kl. 00:45

Stórsýning í Garðinum í haust?

Íþróttamiðstöðin í Garði fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og þann 15. júní nk. verður Gerðahreppur 95 ára. Á hreppsnefndarfundi í Garði í kvöld var rætt um að minnast þessara tveggja tímamóta í haust. Hugmyndir eru uppi um að vekja athygli á Gerðahreppi og íþróttahúsinu í Garði með myndarlegri fyrirtækja- og vörukynningu í íþróttahúsinu. Þar munu sveitarfélagið og fyrirtæki í Garðinum kynna starfsemi sína, auk þess sem handverksfólk í Garði fær aðstöðu til að selja handverk.Stækkun íþróttahússins kom einnig til tals á fundinum. Nú er verið að láta skoða hugmyndir um viðbyggingu við húsið þar sem komið yrði upp nýjum sal fyrir þær íþróttir sem nú eru stundaðar í gluggalausum sal í kjallara, en þar er jafnframt lágt til lofts. Meðal annars kom fram að menn eru að skoða að setja nýja salinn ofan á tengibyggingu milli íþróttahússins og sundlaugarinnar. Sú staðsetning er ákjósanleg þar sem fyrir liggur að fara þarf í talsverðar endurbætur á þaki tengibyggingarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024