Stórsókn Framsóknar í Grindavík
„Ef þetta helst svona áfram, þá er þetta auðvitað stórsigur hjá Framsókn í Grindavík. Þetta er afrakstur þess að við endurnýjuðum flokkinn, við héldum opið prófkjör og unnum rosalega vel, bæði í málefnavinnunni og kosningabaráttunni. Eins og við höfum sagt er listinn okkar samansettur af fjórtán flottum og mjög góðum einstaklingum sem starfa saman sem öflug heild. Ef þetta helst svona áfram er það heildinni að þakka. Allt fólkið á listanum og framsóknarfólk í Grindavík hefur starfað af miklum krafti og heiðarleika,“ sagði Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík eftir að fyrstu tölur birtust þar í kvöld en þær gefa til kynna stórsigur flokksins sem bætir við sig manni.
Samkvæmt því er Bryndís inni ásamt Páli Jóhanni Pálssyni og Þórunni Erlingsdóttur.
Vfmynd/elg - Bryndís Gunnlaugsdóttir.