Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórslysaæfing í Reykjanesbæ
Laugardagur 16. október 2010 kl. 12:02

Stórslysaæfing í Reykjanesbæ

Nú er að ljúka stórslysaæfingu í Reykjanesbæ sem hefur staðið yfir síðan snemma í morgun með aðkomu lögreglu, slökkviliða, björgunarsveita, starfsfólks frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þyrlusveitar frá Landhelgisgæslunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúar Reykjanesbæjar hafa orðið varir við þyrluna TF-LÍF sem hefur flogið ítrekað yfir bæjarfélaginu í morgun, þar sem hún hefur verið að flytja „slasaða“ úr Helguvík og á sjúkrahús. Meðfylgjandi mynd var tekin nú áðan þar sem þyrlan var á lágflugi í Njarðvík.

Nánar um æfinguna í myndasafni hér á vef Víkurfrétta á eftir.

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson