Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormviðvörun í dag
Miðvikudagur 10. mars 2004 kl. 09:02

Stormviðvörun í dag

Klukkan 6 var suðlæg átt, 15-21 m/s vestantil á landinu en yfirleitt 8-13 annars staðar. Á Norður- og Norðausturlandi var skýjað með köflum eða léttskýjað en rigning eða súld með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 4 til 10 stig, svalast á Brú á Jökuldal en hlýjast í Bolungarvík.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu.

Suðaustan 10-18 m/s, en víða 18-23 suðvestan- og vestanlands fram undir hádegi og síðan aftur seint í kvöld. Rigning eða súld með köflum sunnan- og vestantil, en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 5 til 12 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024