Stormviðvörun fyrir kvöldið
Á hádegi var norðaustlæg átt, víðast 5-10 m/s, en 13-18 á annesjum norðantil. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, annars léttskýjað að mestu. Hlýjast var 4 stiga hiti í Seley, en kaldast 11 stiga frost á Haugi í Miðfirði.
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða um land í kvöld og nótt.
Norðaustan og austan 5-15 m/s, hvassast um landið norðanvert og él eða snjókoma norðan- og austantil, annars bjartviðri. Vaxandi norðaustlæg átt og þykknar upp, víða 18-23 m/s og snjókoma eða slydda í kvöld, en talsvert hægari og úrkomuminna norðaustanlands fram á nótt. Lægir talsvert sunnantil með skúrum eða slydduéljum á morgun, en áfram hvasst norðantil og él eða slydduél. Minnkandi frost, hiti kringum frostmark sunnan- og austanlands seint í dag, en um allt land á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða um land í kvöld og nótt.
Norðaustan og austan 5-15 m/s, hvassast um landið norðanvert og él eða snjókoma norðan- og austantil, annars bjartviðri. Vaxandi norðaustlæg átt og þykknar upp, víða 18-23 m/s og snjókoma eða slydda í kvöld, en talsvert hægari og úrkomuminna norðaustanlands fram á nótt. Lægir talsvert sunnantil með skúrum eða slydduéljum á morgun, en áfram hvasst norðantil og él eða slydduél. Minnkandi frost, hiti kringum frostmark sunnan- og austanlands seint í dag, en um allt land á morgun.