Stormviðvörun fyrir kvöldið
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) um sunnan- og vestanvert landið í kvöld. Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Él norðvestantil en annars en skýjað með köflum. Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp síðdegis, víða 15-20 og slydda eða snjókoma í kvöld, en 18-23 um landið sunnan- og vestanvert. Fer að draga úr vindi í fyrramálið. Norðaustan 10-15 um hádegi á morgun, en 8-13 síðdegis. Léttir til suðvestanlands, en snjókoma eða él norðan- og austanlands. Frost 1 til 10 stig, en hiti um frostmark allvíða við strönd landsins í dag.
Myndin: Éljabakki við Garðskagavita í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Éljabakki við Garðskagavita í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson