Stormviðvörun frá Veðurstofunni
Lögreglan á Suðurnesjum hefur óskað eftir því að vakin verði sérstaklega athygli á stormviðvörun sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út en gert er ráð fyrir slæmu veðri m.a. hér á Reykjanesskaganum. Þá hafa allar björgunarsveitir á Suðurnesjum verið settar í viðbragðsstöðu og verða björgunarsveitarmenn á bakvakt í nótt.
Viðvörun Veðurstofu Íslands er eftirfarandi: Búast má við stormi S- og V-til á landinu í nótt og á morgun.
Spá: Suðaustan 10-18 m/s og slydda eða rigning með köflum, en talsvert hægari og víða bjart á N- og A-landi. Hvessir í nótt. Austanátt, víða 18-25 með rigningu og jafnvel mikilli úrkomu SA-lands, en hægari NA-til og þurrt að kalla fram eftir degi. Lægir SV-lands undir kvöld á morgun. Hægt hlýnandi og hiti 0 til 6 stig á morgun.