Stormviðvörun
Veðurstofan hefur gefið út viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á sunnan- og vestan- og austanverðu landinu í dag. Suðaustan átt víða 18-23 m/s og talsverð rigning, en heldur hægari og úrkomuminna norðaustanlands. Snýst suðvestan 13-18 með skúrum síðdegis, en léttir til norðaustantil. Lægir í kvöld og nótt. Austlæg átt, 3-8 og rigning austan- og sunnanlands, en skýjað og þurrt að mestu norðan- og vestanlands fram yfir hádegi. Bætir heldur í vind síðdegis á morgun. Hiti 6 til 13 stig, en kólnandi í kvöld. Hiti 3 til 8 stig á morgun.