Stormviðri í dag
Klukkan 06.00 í morgun var norðaustanátt, 18-23 m/s á norðvestanverðu landinu en annars mun hægari. Rigning eða súld var norðan til, en skýjað með köflum og þurrt að kalla syðra. Hiti var 3 til 9 stig, svalast við Ísafjarðardjúp.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða vestanlands.
Norðaustanátt, víða 18-23 m/s vestanlands, annars mun hægari. Norðan 15-20 eftir hádegi, en hægari suðaustan til fram á kvöld. Talsverð rigning á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir sunnanlands. Norðan 10-15 og víða bjart á morgun, en 13-18 og skúrir austanlands. Hægt kólnandi veður og hiti 1 til 10 stig síðdegis, svalast á Vestfjörðum.