Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stormur við suðurströndina
Miðvikudagur 29. desember 2004 kl. 09:23

Stormur við suðurströndina

Klukkan 6 var suðlæg átt, víða 15-20 m/s og snjókoma eða slydda, en rigning eða skúrir sunnan- og vestantil. Hiti frá 6 stigum við suðurströndina niður í 2 stiga frost á Rauðanúpi.

Viðvörun! Gert er ráð fyrir stormi með suðurströndinni og á Miðhálendinu, og einnig á stöku stað norðanlands.

Suðvestan og vestan 13-18 m/s og skúrir, en allt að 25 m/s við suðurströndina og sums staðar í vindstrengjum norðanlands. Suðaustlægari og slydda eða rigning austantil í fyrstu, en léttir síðan heldur til. Él vestanlands síðdegis. Dregur úr vindi í kvöld. Suðvestlæg átt á morgun, víða 10-15 og él, en bjartviðri austantil. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark norðaustantil. Kólnar í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024