Stormur og snjókoma með morgninum
Veðurstofan hefur gefið út veðurhorfur fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhring. Gert er ráð fyrir vaxandi austanátt og hann þykknar upp með minnkandi frosti í nótt. Gert er ráð fyrir 18-23 ms og snjókomu þegar kemur fram á morguninn.Veðurhorfur næsta sólarhring: Vaxandi austanátt, þykknar upp og minnkandi frost í nótt, 10-15 í fyrramálið, en 18-23 og snjókoma þegar kemur fram á morguninn. Hvassast sunnantil. Snýst í norðaustan 8-13 og léttir til annað kvöld. Frost 0 til 5 stig á morgun.
Veðurspá gerð 18. 2. 2002 - kl. 22:10
Veðurspá gerð 18. 2. 2002 - kl. 22:10