Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormur og snjókoma í nótt
Miðvikudagur 12. janúar 2011 kl. 09:22

Stormur og snjókoma í nótt

Norðaustan 10-18 og skýjað en hvessir síðdegis við Faxaflóa. Norðaustan 15-23 og snjókoma eða slydda seint í nótt og á morgun. Frost 0 til 5 stig, en allvíða frostlaust við ströndina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu
Norðaustanátt, 8-13 m/s, en víða 13-20 vestantil og allra syðst. Él um landið norðanvert og á Austfjörðum, en annars skýjað. Austan og norðaustan 15-23 í nótt og fer að snjóa SV-til og einnig um landið S- og V-vert í fyrramálið. Hægari og úrkomulítið N- og A-lands. Frost 0 til 6 stig, en víða frostlaust við S- og V-ströndina.?

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:?Austlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, en 10-18 og snjókoma í fyrstu norðantil. Hiti í kringum frostmark fyrir norðan, annars 0 til 7 stiga hiti, mildast syðst. ??

Á laugardag:?Norðaustan 8-13 og slydda eða snjókoma við norðvesturströndina, annars hægari breytileg átt og skúrir eða él, en úrkomulítið NA-lands. Heldur kólnandi. ??

Á sunnudag:?Vestlæg átt og él, en yfirleitt þurrt á austanverðu landinu. Frost 0 til 5 stig.

Á mánudag og þriðjudag:?Vestlæg átt og víða snjókoma eða él, einkum N-lands. Fremur kalt í veðri.?