Stormur og rigning í nótt
Faxaflói: Suðvestan 8-15 m/s og él, en hægari og úrkomulítið eftir hádegi. Hvessir í kvöld með snjókomu eða slyddu, suðaustan 18-23 m/s í nótt og rigning. Áfram hvassviðri eða stormur á morgun og vætusamt. Hiti kringum frostmark, en 2 til 7 stig í nótt og á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari og úrkomulítið um hádegi. Hvessir í kvöld með snjókomu eða slyddu, suðaustan 15-23 m/s í nótt og rigning. Áfram hvasst á morgun og vætusamt. Hiti kringum frostmark, en 2 til 7 stig í nótt og á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðlæg átt, 10-15 m/s S- og V-lands og rigning og sums staðar slydda. Hægari vindur seinnipartinn og él, en léttir til á N-verðu landinu. Hiti víða 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og allvíða él. Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.
Á mánudag:
Gengur í ákveðna sunnanátt með slyddu í fyrstu, síðan ringingu. Úrkomuminna á N-verðu landinu. Hlýnar í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir stífa suðvestanátt með éljagangi, en úrkomulaust A-lands. Svalt í veðri.