Mánudagur 6. febrúar 2012 kl. 09:24
Stormur á morgun
Veðurhorfur næsta sólarhring
Suðaustan 13-20 m/s og rigning eða súld með köflum, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari með kvöldinu. Hvessir í fyrramálið, 18-25 m/s og talsverð rigning síðdegis á morgun. Hiti 3 til 8 stig. Búast má við stormi (meira en 20 m/s) á SV-verðu landinu á morgun.