Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 6. nóvember 2000 kl. 15:42

Stórlið berjast um ungan Keflavíkurmarkvörð

Evrópsku stórliðin AC Milan og Paris St. Germain eru kapphlaupi um að semja við Snorra Birgisson, 16 ára markvörð drengjalandsliðsins og úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, að því er fram kemur í frétt á vefsíðunni www.onefootball.com. Í frétt vefmiðilsins kemur fram að Snorri hafi fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína með liði Keflavíkur og að hann hafi hafnað tilboði frá enska liðinu Charlton Athletic í síðasta mánuði. Í fréttinni er staðhæft að bæði AC Milan og Paris St. Germain hafi sent formlegar fyrirspurnir til knattspyrnudeildar Keflavíkur og að þeirra bíði samkeppni frá öðrum félögum. Í fréttinni segir jafnframt að Snorri hafi farið að ráðum lögfræðinga er hann hafnaði tilboði Charlton og að þeir hafi viljað að hann reyndi að komast að hjá liði í Meistaradeild Evrópu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024