Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:36

Stórleikur í knattspyrnu og ráðherra íþróttamála mætir á formlega opnunarhátíð

Björn Bjarnason, ráðherra íþróttamála verður meðal ræðumanna á opnunarhátí Reykjaneshallarinnar nk.laugardag 19. febrúar. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun blása gleðitónum yfir gesti við komuna í höllina frá kl. 14. Auk Björns munu flytja ávörp Skúli Þ. Skúlason forseti bæjarstjórnar Reykja-nesbæjar, Ellert B. Schram forseti Íþrótta og Ólympíu-sambands Íslands, Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands og Stefán Friðfinnsson, forstjóri Íslenskra Aðalverktaka sem síðan mun afhenda Ellerti Eiríkssyni, bæjarstjóra formlega húsið. Kynnir á hátíðinni er Jónína Sanders, formaður bæjar-ráðs. Söngvarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar munu koma fram en fleira skemmtilegt verður á boðstólum m.a. verður kynning á íþrótta-greinum innan Íþrótta-bandalags Reykjanesbæjar með þátttöku gesta. Hoppikastalar verða fyrir yngstu gestina en kl. 16.15 verður stórleikur í knatt-spyrnu þegar lið Keflavíkur mætir úrvalsliði KSÍ undir stjórn Atla Eðvaldssonar landsliðsþjálfara. Í hálfleik keppa Njarðvík og Keflavík í 6. flokki drengja. Hátíðin er öllum opin meðan húsrúm leyfir en að henni lokinn hefst Íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum kl. 18.30.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024