Stórir skjálftar í nótt
Fimm skjálftar frá 3,6 til 4,1 mældust frá klukkan eitt í nótt til klukkan að verða sex í morgun, þrír þeirra komu á sjötta tímanum. Hátt í 20 skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst frá miðnætti.
Þessir stóru skjálftar í morgun voru um kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Skjálftavirknin hefur verið að færast sunnar og nær Grindavík.
Í gær mældust um 2500 jarðskjálftar og frá miðnætti hafa þeir verið um 800. Í heildina var um 18 þúsund jarðskjálftar mælst frá frá því á miðvikudag í síðustu viku.