Stórir Jólalukku vinningar afhentir
Margir vinningshafar hafa vitjað glæsilegra vinninga í Jólalukku Víkurfrétta. Stærstu vinningarnir voru 65 tommu LG Smart sjónvarp og 100 þúsund króna gjafabréf í Nettó. Hér má sjá myndir af þremur afhendingum stórra vinninga í Nettó.
Margrét Jónsdóttir var með heppnina með sér þegar fyrra 100 þúsund króna gjafabréfið úr Nettó var dregið út.
Ágústa P. Olsen er 100 þúsund Nettó krónum ríkari eftir Jólalukku 2020.