Stórhættulegur framúrakstur í hálku
Lítil rúta og fólksbifreið höfnuðu utan vegar á Reykjanesbraut við Stapa á þriðja tímanum í nótt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var að reyna framúrakstur við rútuna þegar hann missti stjórn á bílnum og lenti utan í rútunni. Við það höfnuðu báður bílarnir utan vegar. Rútan endaði upp á stórgrýttri urð, 20 – 30 metrum fyrir utan veg. Engir farþegar voru í rútunni.
Ökumaður og farþegi í fólksbílnum voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem og ökumaður rútunnar. Meiðsl reyndust ekki alvarleg.
Aðeins 9 mínútum eftir að lögreglu var tilkynnt um ofangreint óhapp var tilkynnt um annað umferðarslys á Grindavíkurvegi nærri Svartsengi. Þar hafði ungur ökumaður misst stjórn á bifreið sinni sökum hálku og hafnaði hún utan vegar. Ökumaðurinn slasaðist á höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann í Fossvogi.
Laust fyrir klukkan hálfsex í morgun var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut á Stapanum. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á toppnum utan vegar. Meiðsli voru óveruleg í þessu óhappi og var fólkinu í bifreiðinni, sem var á leið í flug ekið upp í Leifsstöð.
Mynd: Eins og sjá má er rútan talsvert skemmd eftir óhappið. VF-mynd: elg
Ökumaður og farþegi í fólksbílnum voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem og ökumaður rútunnar. Meiðsl reyndust ekki alvarleg.
Aðeins 9 mínútum eftir að lögreglu var tilkynnt um ofangreint óhapp var tilkynnt um annað umferðarslys á Grindavíkurvegi nærri Svartsengi. Þar hafði ungur ökumaður misst stjórn á bifreið sinni sökum hálku og hafnaði hún utan vegar. Ökumaðurinn slasaðist á höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann í Fossvogi.
Laust fyrir klukkan hálfsex í morgun var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut á Stapanum. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á toppnum utan vegar. Meiðsli voru óveruleg í þessu óhappi og var fólkinu í bifreiðinni, sem var á leið í flug ekið upp í Leifsstöð.
Mynd: Eins og sjá má er rútan talsvert skemmd eftir óhappið. VF-mynd: elg