Stórfljót á Vallarheiði eftir árekstur við brunahana
Stórfljót myndaðist á Vallarheiði eftir árekstur bifreiðar við brunahana á Flugvallarbraut í morgun. Ökumaður virðist hafa misst stjórn á bíl sínum í beygju á veginum með þeim afleiðingum að hann ók niður brunahana og gangbrautarskilti.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu var ökumaður einn í bílnum og hlaut ekki áverka í slysinu. Kalla þurfti út menn frá vatnsveitu til að loka fyrir vatnsrennslið, auk þess sem setja þarf niður nýjan brunahana.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slyssins í morgun.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson