Stórfelldur þjófnaður á verkfærum
Klukkan 9 í gærmorgun var lögregla kölluð að Hafnargötu 23 í Keflavík vegna þjófnaðar á verkfærum, verið er að standsetja húsið. Atvikið átti sér stað um helgina. Verktakinn saknaði ýmissa handverkfæra svo sem handborvéla, slípirokks, naglabyssu og fleira.
Um hádegi var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr vinnuskúr við Reykjanesvirkjun. Atvikið átti sér stað um helgina. Búið var að stela fimm slípirokkum, tveimur 220 volta rafsuðum og einum verkfærakassa. Talið er að heildarverðmæti verkfæranna sé yfir 200.000 kr.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um málin vinsamlegast hafði samband við lögreglu.
Rétt eftir klukkan 19 var tilkynnt um innbrot í hús við Vesturgötu. Hafði verið farið þar inn með því að brjóta rúðu í útihurð. Stolið var DVD spilara, myndbandstæki, armbandsúrum og skartgripum. Mun þetta hafa átt sér stað frá s.l. föstudegi en þá fóru íbúar að heiman.
Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 114 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Eitt minniháttar umferðaróhapp varð í umdæminu í gær.
Rólegt var á næturvaktinni. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og mældist sá sem hraðar ók á 134 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Vf-mynd úr safni
Um hádegi var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr vinnuskúr við Reykjanesvirkjun. Atvikið átti sér stað um helgina. Búið var að stela fimm slípirokkum, tveimur 220 volta rafsuðum og einum verkfærakassa. Talið er að heildarverðmæti verkfæranna sé yfir 200.000 kr.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um málin vinsamlegast hafði samband við lögreglu.
Rétt eftir klukkan 19 var tilkynnt um innbrot í hús við Vesturgötu. Hafði verið farið þar inn með því að brjóta rúðu í útihurð. Stolið var DVD spilara, myndbandstæki, armbandsúrum og skartgripum. Mun þetta hafa átt sér stað frá s.l. föstudegi en þá fóru íbúar að heiman.
Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 114 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Eitt minniháttar umferðaróhapp varð í umdæminu í gær.
Rólegt var á næturvaktinni. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og mældist sá sem hraðar ók á 134 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Vf-mynd úr safni