Stórfelldur og skipulagður þjófnaður á sígarettum úr Fríhöfninni
Fjórir karlmenn hafa að undanförnu setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á stórfelldum og skipulögðum þjófnaði á sígarettum úr fríhafnarverslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Er talið að þaðan hafi á undanförnum mánuðum verið stolið allt að 900 kartonum af sígarettum. Í tengslum við rannsóknina fór lögreglan á Suðurnesjum meðal annars í húsleitir á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, að fenginni heimild, og lagði hald á mikið magn af umræddu þýfi, þar á meðal ferðatöskur fulla af sígarettum.
Rannsókn málsins leiddi í ljós að mennirnir höfðu þann háttinn á að þeir keyptu flugmiða og skráðu sig í flugið án þess að fara í ferðina. Í stað þess fóru þeir í verslunina og tóku ófrjálsri hendi sígarettukartonin með skipulögðum hætti og settu þau niður í ferðatöskur sem þeir voru með á farangurskerru. Lögregla fann í fórum eins mannanna pöntunarlista þar sem væntanlegur kaupendur höfðu pantað sér sígarettur eftir tegundum.
Við skýrslutökur kom í ljós að a.m.k. einhverjir mannanna höfðu stundað stórfellt smygl á sígarettum til Íslands. Tveir umræddra manna hafa áður komið við sögu lögreglu. Þrír hinna handteknu hafa viðurkennt aðild sína.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur rannsakað málið í góðri samvinnu við tollgæsluna og Isavia og er rannsóknin á lokastigi.
-
-
Ólögleg atvinnuþátttaka á borði lögreglu
Fréttir 16.02.2019 -
Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir 16.02.2019 -
Hlóðu virki í flugstöðinni og mölduðu í móinn
Fréttir 16.02.2019
-
-
-
Reyndi að borða flugmiðann sinn
Fréttir 16.02.2019 -
Fíkniefnasali handtekinn á Suðurnesjum
Fréttir 16.02.2019 -
Þingmenn takast á um samgöngumálin
Fréttir 16.02.2019
-
-
-
Lifandi og krefjandi starf sem gefur mikið
Mannlíf 17.02.2019 -
Nafli alheimsins og snjóléttasti bær á Íslandi
Mannlíf 17.02.2019 -
Hlóðu virki í flugstöðinni og mölduðu í móinn
Fréttir 16.02.2019 -
Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir 16.02.2019 -
Aðsent 16.02.2019
-
Njarðvíkingar slakir gegn Stjörnunni í Höllinni
Íþróttir 16.02.2019 -
Reyndi að borða flugmiðann sinn
Fréttir 16.02.2019 -
Ólögleg atvinnuþátttaka á borði lögreglu
Fréttir 16.02.2019 -
Aðsent 15.02.2019
-
Fíkniefnasali handtekinn á Suðurnesjum
Fréttir 16.02.2019 -
Mannlíf 16.02.2019
-
Aðsent 16.02.2019
-
-
-
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú
VefTV 16.02.2019 -
VefTV 16.02.2019
-
Heilsugæsla dýranna og tölvuleikjanám í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 14.02.2019 -
VefTV 09.02.2019
-
Hæfileikaríkur hópur setur upp Furðuverk
VefTV 09.02.2019 -
Furðuverk og auðlindagarður í Suðurnesjamagasíni
VefTV 07.02.2019 -
Nýtt lúxushótel og spa í Bláa Lóninu - sjón er sögu ríkari
VefTV 04.02.2019 -
The Retreat at Blue Lagoon og HS Orka í Suðurnesjamagasíni
VefTV 31.01.2019 -
Aðgerðir fyrir vaxtarsvæðið Suðurnes
VefTV 31.01.2019 -
Suðurnesjamaður ársins í Suðurnesjamagasíni
VefTV 25.01.2019 -
70-80% bæjarbúa á móti rekstri kísilvera í Helguvík
VefTV 23.01.2019 -
VefTV 20.01.2019
-