Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórfelld kannabisræktun stöðvuð
Föstudagur 6. júlí 2018 kl. 06:00

Stórfelld kannabisræktun stöðvuð

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið stórfellda kannabisframleiðslu sem átti sér stað í heimahúsi í Sandgerði. Lögreglumenn í hefðbundnu eftirliti urðu varir við megna kannabislykt  og þegar betur var að gáð stóð yfir umfangsmikil kannabisræktun í húsinu. Lagði lögregla hald á vel á annað hundrað kannabisplöntur, græðlinga, fjármuni sem og skotvopn. Tveir menn hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins sem er í rannsókn.
 
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaus til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024